Innlent

Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Hægt er að senda bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun af völdum Covid-19 til Sjúkratrygginga. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar geta komið fram þó það sé afar sjaldgæft samkvæmt rannsóknum.
Hægt er að senda bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun af völdum Covid-19 til Sjúkratrygginga. Rúna Hvannberg Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar geta komið fram þó það sé afar sjaldgæft samkvæmt rannsóknum. Vísir/Vilhelm

Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni.

Nú þegar hafa 77% landsmanna verið bólusettir og 91% 12 ára og eldri. Gefnir hafa verið um 718 þúsund skammtar.  Lyfjastofnun tekur á móti tilkynningum um aukaverkanir og hafa alls 5.941 tilkynning borist. Þar af 261 alvarleg. 

Ragnar Visage

Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir rannsóknir hafa sýnt fram á alvarlegar aukaverkanir.

„Í einhverjum tilvikum er hægt að tengja þetta bóluefninu. Í vel flestum tilvikum eru þetta einhverjir undirliggjandi sjúkdómar. Það var talað um blóðtappa.  Við höfum miklar áhyggjur af því. Það er einna stærsti hópurinn sem var tilkynntur inn til okkar vegna alvarlegra aukaverkana. Í rannsókn sem var gerð hér heima sást tenging í einu til tveimur tilfellum og erlendis hefur náttúrulega verið sýnt fram á tengingu milli blóðtappa og bóluefnis,“ segir Rúna.

Þá hafa borist margar tilkynningar um röskun á tíðahring eftir bólusetninguna. Í október skilaði nefnd niðurstöðum um að ekki væri með óyggjandi hætti hægt að útiloka tengsl nokkurra tilfella milli blæðinga og bólusetninga. Fleiri eru að gera rannsóknir. 

„Norðmenn hafa sýnt fram á tengsl milli röskunar á tíðahring  en ekki Danir. En þetta er allt hluti af því að safna upplýsingum og því er mikilvægt að við fáum tilkynningar um aukaverkanir til okkar,“ segir Rúna

35 andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu. Þar af eru fimm á aldrinum 50 til 64 ára.  

Ragnar Visage

„Það var töluvert mikið í upphafi  sem við fengum tilkynningar um andlát. Það voru náttúrulega aldraðir með mikið undirliggjandi sjúkdóma. En þetta er að sjálfsögðu alvarlegasta aukaverkunin,“ segir Rúna.

Á þriðja tug umsókna

Alþingi samþykkti í fyrra lög um bótarétt vegna bólusetningar gegn Covid-19.  Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hafa 23 nú þegar sótt um slíkar bætur til stofnunarinnar.


Tengdar fréttir

For­stjóri Lyfja­stofnunar kannast ekki við hjarta­lyf í bólu­efnum barna

Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.