Innlent

Linda Dröfn kemur í stað Viðars

Eiður Þór Árnason skrifar
Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur starfað undanfarin ár hjá Fjölmenningarsetri.
Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur starfað undanfarin ár hjá Fjölmenningarsetri. Samsett

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra Eflingar og hóf störf þann 13. desember síðastliðinn.

Linda tekur við starfinu af Viðari Þorsteinssyni sem sagði starfi sínu lausu í nóvember eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynnti að hún væri hætt sem formaður félagsins.

Fram kemur í tilkynningu á vef Eflingar að Linda muni meðal annars hafa yfirumsjón með almennri starfsemi félagsins, þjónustu við félagsmenn og rekstri skrifstofunnar.

Linda hafi mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun verkefna á ýmsum vettvangi og starfað undanfarin ár hjá Fjölmenningarsetri sem staðgengill forstöðumanns og verkefnastjóri þróunarverkefna.

Hún hefur einnig starfað sem verkefnastjóri hjá sveitarfélögum við móttöku flóttafólks, sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Evris foundation og í Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Linda er með BA-gráðu í spænsku og kennsluréttindi frá HÍ sem og MA-gráðu í Evrópufræðum frá Árósarháskóla.


Tengdar fréttir

Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×