600 milljóna ólögmæt úttekt úr rekstri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 12:54 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ), eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók um 600 milljónir króna út úr stofnuninni á fimmtán árum með ólögmætum hætti. Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsutofnuninni sem Kjarninn birtir ítarlega umfjöllun um í dag. Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira