Enski boltinn

Stjóri Jóhanns smitaðist

Sindri Sverrisson skrifar
Sean Dyche og hans mönnum hefur ekki gengið sem skyldi á leiktíðinni og nú þarf Dyche að taka sér stutt hlé vegna kórónuveirusmits.
Sean Dyche og hans mönnum hefur ekki gengið sem skyldi á leiktíðinni og nú þarf Dyche að taka sér stutt hlé vegna kórónuveirusmits. Getty/Clive Brunskill

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, hefur greinst með kórónuveirusmit.

Í tilkynningu frá Burnley segir að hinn fimmtugi Dyche sé núna í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna á þriðjudag.

Félagið gaf ekki til kynna að hópsmit væri komið upp hjá liðinu.

Næsti leikur Burnley er bikarleikurinn gegn Huddersfield á laugardaginn og ljóst er að Dyche verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik. Næsti deildarleikur liðsins er við Leicester 15. janúar.

Þremur leikjum var frestað hjá Burnley í síðasta mánuði vegna kórónuveirusmita hjá andstæðingum liðsins og alls 17 leikjum hefur verið frestað í ensku úrvalsdeildinni frá byrjun desember.

Alls voru tekin 14.250 sýni hjá leikmönnum og starfsfólki í ensku úrvalsdeildinni dagana 27. desember til 2. janúar, og greindust 94 þeirra jákvæð. Það var í fyrsta sinn í átta vikur sem jákvæðum sýnum fækkaði á milli vikna en 103 höfðu greinst jákvæð þegar met var slegið vikunni áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×