Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:45 Kolbrún Bendiktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. Fólkið var handtekið í janúar 2020. Fram kemur í ákæru að Jónas og Steingrímur hafi verið handteknir við Suðurlandsveg í Reykjavík eftir að lögregla fylgdi þeim úr sumarbústaðnum í Miðdal í Kjósarhreppi en Jónas hafi kastað fíkniefnum út úr bifreiðinni við handtöku. Konan var handtekin í sumarbústaðnum. Vill ýmsa muni gerða upptæka Lögregla lagði hald á rúm 12 grömm af amfetamíni í sumarbústaðnum og rúm 20 grömm í bifreiðinni. Þá er Jónas ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 254 grömm af amfetamíni sem fundust á heimili hans. Steingrímur er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum fimm lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem þó fundust á heimili annars manns. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa haft fjórtán kannabisplöntur í sinni vörslu og að hafa ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið. Þá krefst saksóknari upptöku á ýmsum munum í tengslum við málið, til dæmis öryggisgrímu, mæliglösum, glerskálum, stórum sprautum, þremur IKEA-flöskum og rafmagnseldunarhellu. Reikna má með að saksóknari telji þessa muni hafa verið notaða við amfetamínframleiðsluna. Einnig krefst saksóknari upptöku á Rolex-armbandsúri sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Áður komist í kast við lögin Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp í janúar fyrir nú tveimur árum. Sex voru upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald en í febrúar 2020 voru Jónas og Steingrímur einir eftir í varðhaldi. Jónas Árni Lúðvíksson hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hann hlaut fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas var árið 2007 ákærður fyrir kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Þeir voru báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjósarhreppur Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Fólkið var handtekið í janúar 2020. Fram kemur í ákæru að Jónas og Steingrímur hafi verið handteknir við Suðurlandsveg í Reykjavík eftir að lögregla fylgdi þeim úr sumarbústaðnum í Miðdal í Kjósarhreppi en Jónas hafi kastað fíkniefnum út úr bifreiðinni við handtöku. Konan var handtekin í sumarbústaðnum. Vill ýmsa muni gerða upptæka Lögregla lagði hald á rúm 12 grömm af amfetamíni í sumarbústaðnum og rúm 20 grömm í bifreiðinni. Þá er Jónas ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 254 grömm af amfetamíni sem fundust á heimili hans. Steingrímur er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum fimm lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem þó fundust á heimili annars manns. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa haft fjórtán kannabisplöntur í sinni vörslu og að hafa ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið. Þá krefst saksóknari upptöku á ýmsum munum í tengslum við málið, til dæmis öryggisgrímu, mæliglösum, glerskálum, stórum sprautum, þremur IKEA-flöskum og rafmagnseldunarhellu. Reikna má með að saksóknari telji þessa muni hafa verið notaða við amfetamínframleiðsluna. Einnig krefst saksóknari upptöku á Rolex-armbandsúri sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Áður komist í kast við lögin Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp í janúar fyrir nú tveimur árum. Sex voru upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald en í febrúar 2020 voru Jónas og Steingrímur einir eftir í varðhaldi. Jónas Árni Lúðvíksson hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hann hlaut fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas var árið 2007 ákærður fyrir kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Þeir voru báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjósarhreppur Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19