Vonast til þess að mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni fyrir flóð í fyrramálið Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 5. janúar 2022 19:09 Veðrið er farið að versna. Vísir/Vilhelm Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri og sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, vonast til þess að í fyrramálið verði mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni sem nú skellur á suðvesturhornið, í tæka tíð áður en flóðið tekur við af fjörunni. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur. Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur.
Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20
Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58