Vonast til þess að mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni fyrir flóð í fyrramálið Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 5. janúar 2022 19:09 Veðrið er farið að versna. Vísir/Vilhelm Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri og sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, vonast til þess að í fyrramálið verði mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni sem nú skellur á suðvesturhornið, í tæka tíð áður en flóðið tekur við af fjörunni. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur. Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og á Suðvesturhorni landsins. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Nokkuð djúp lægð er fyrir vestan landið og það sem helst er óttast við lægðina er kröftugur öldugangur sem hún skapar. Reikna má með að Vestmannaeyjar, Grindavík og Suðurnesjabær verði helst fyrir barðinu á lægðinni. Áhrifa lægðarinnar gætir þó einnig í Reykjavík, eins og höfuðborgarbúar finna væntanlega vel fyrir þessa stundina. „Nei, ég á nú ekki von á því að það verði brjálaður öldugangur hér. Við erum svo heppin að það er frekar suðaustlæg átt en við megum þó gera ráð fyrir að það verði talsverður súgur hérna því að þessi mikla alda sem er suður af Reykjanesinu sem þú varst að lýsa áðan, hún leitar hérna inni í flóann og myndar svona áhlaðanda þannig að hér má reikna með að verði hátt í og talsverður súgur í höfninni,“ sagði Guðmundur við Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðmundur Birkir Agnarsson hjá Landhelgisgæslunni fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Egill Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 22 í kvöld til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við suðaustan hvassviðri eða stormi og búast má við snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Þá er nokkur úrkoma á svæðinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá klukkan 21 til 23 við Faxaflóa. „Mér sýnist að mesti vindurinn verði fyrri hluta nætur og þegar það verður flóð í fyrramálið verður krafturinn farinn úr því. Það verður samt talsvert fyrir því,“ sagði Guðmundur.
Veður Tengdar fréttir Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20 Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5. janúar 2022 12:20
Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. 5. janúar 2022 13:29
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58