Innlent

Versta veðrið í kvöld og í nótt

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Lægðir ættu að vera hættar að koma landsmönnum í opna skjöldu.
Lægðir ættu að vera hættar að koma landsmönnum í opna skjöldu. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands.

Suðaustan stormur gengur yfir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og miðhálendið í kvöld og nótt og getur vindhraði farið upp í allt að 30 metra á sekúndu á miðhálendinu.

Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Það er nokkuð hvöss suðaustan átt í dag og stormur víða í kvöld og nótt og jafnvel rok hér suðvestantil,“ segir Haraldur.

„Það er í raun mjög hvasst á suðvestanverðu landinu en verst hérna suðvestantil.“

Landhelgisgæslan vekur athygli á slæmri veðurspá næstu daga og hvetur því til aðgæslu í höfnum og með ströndinni.

„Það var fundur með almannavörnum og við erum í sambandi við hafnirnar en það er bara stormur og rok eins og oft á veturnar. Fólk þarf að huga að lausum munum, ganga vel frá þeim.“

Þá er vetrarfærð um mestallt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

„Í svona vindum verða sumir vegakaflar mjög erfiðir þar sem er mjög byljótt. En versta veðrið er seint í kvöld og nótt. Það er vonandi ekki mikið fólk á ferðinni þá.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.