Enski boltinn

Liverpool aflýsti fundi því varamaður Klopps er einnig smitaður

Sindri Sverrisson skrifar
Pep Lijnders var líflegur á hliðarlínunni í jafnteflinu gegn Chelsea á sunnudag.
Pep Lijnders var líflegur á hliðarlínunni í jafnteflinu gegn Chelsea á sunnudag. Getty/Marc Atkins

Liverpool varð að hætta við blaðamannafund sem átti að vera í dag vegna leiks liðsins við Arsenal annað kvöld í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta.

Ástæðan er sú að Pepijn Linders, aðstoðarknattspyrnustjóri Liverpool, greindist með kórónuveirusmit. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp er enn í einangrun eftir að hafa greinst með smit fyrir nokkrum dögum.

Liverpool hætti við æfingu í gær en kórónuveirusmit hafa valdið liðinu erfiðleikum.

Alisson, Joel Matip og Roberto Firmino misstu allir af 2-2 jafnteflinu við Chelsea á sunnudaginn, þar sem Linders var við stjórnvölinn á hliðarlínunni, og þrír úr starfsliði liðsins greindust einnig smitaðir.

Liverpool staðfesti í gærkvöld að félagið hefði óskað eftir því að leiknum við Arsenal yrði frestað vegna kórónuveirusmita. Liðið hefur einnig úr færri mönnum að velja en ella þar sem að Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita eru farnir á Afríkumótið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.