Innlent

Lögreglu bárust 158 beiðnir um leit að börnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Börnin glíma nú síður við fíkniefnavanda en í auknum mæli við hegðunarvanda eða andleg veikindi.
Börnin glíma nú síður við fíkniefnavanda en í auknum mæli við hegðunarvanda eða andleg veikindi.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í fyrra 158 leitarbeiðnir vegna týndra ungmenna en Guðmundur Fylkisson, sem sinnir verkefninu hjá lögreglunni, segir um að ræða minnsta fjöldann frá 2015.

Það ár bárust 187 leitarbeiðnir en þær voru langflestar árin 2018 og 2017; samtals 285 árið 2018 og 249 árið 2017, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins um málið. 

Guðmundur segir fækkunina mögulega mega rekja til Covid-19 og starfs lögreglunnar og barnaverndar í málaflokknum. 

Oftar er leitað að stúlkum en drengjum en í fyrra voru 93 leitarbeiðnanna vegna stúlkna og 65 vegna drengja. Í sumum tilvikum er verið að leita aftur að sama barninu og þannig voru 52 einstaklingar að baki leitarbeiðnunum 158.

Guðmundur segir að meðal þeirra barna sem leitað er að hafi ungmennum sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda fækkað en aftur á móti hafi þeim fjölgað sem glíma við einhvers konar hegðunarvanda, skerðingar eða andleg veikindi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.