Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2022 21:22 Eldstöðin í Fagradalsfjalli í síðustu viku. Kvikan er núna talin vera á um 1.500 metra dýpi. Egill Aðalsteinsson Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00