Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2022 21:22 Eldstöðin í Fagradalsfjalli í síðustu viku. Kvikan er núna talin vera á um 1.500 metra dýpi. Egill Aðalsteinsson Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að kvikugangurinn er núna talinn hafa færst sunnar. Er hann talinn ná frá nyrsta hluta Nátthaga og inn undir gígaröðina frá nýliðnu ári. Fyrir átta dögum var kvikan talin á tveggja kílómetra dýpi, fyrir fimm dögum á 1,6 kílómetra dýpi og hún er enn að þrýsta sér upp. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur er hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.Egill Aðalsteinsson „Hún er komin núna á um eins og hálfs kílómetra dýpi. Og þessi gangur, sem myndaðist í desember, hann er svona helmingurinn af því sem myndaðist í vor,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Stærð kvikugangsins mælist núna 18 milljónir rúmmetra miðað við 35 milljónir rúmmetra fyrir gosið í mars. „Og nú er í raun bara spurningin: Er nægilegur kraftur þarna fyrir þessa kviku að koma upp eða ekki? Og ef við berum þetta saman til dæmis við Kröflu, þá voru um fimmtíu prósent af svona kvikuinnskotum sem enduðu í gosi. Þannig að: Eigum við ekki að segja að það séu ennþá fimmtíu prósent líkur á gosi,“ segir Kristín. Syðsti hluti kvikugangsins er núna talinn vera undir nyrsta hluta Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Síðustu daga hefur þó verulega dregið úr skjálftavirkni og þenslu. „Já, það hefur gert það. Og það ætti ekkert að koma okkur á óvart þó að þessi litli gangur myndi bara frjósa þarna í skorpunni án þess að koma upp. En við þurfum að vera undir það búin. Þannig að við höldum þessu opnu í einhverja daga.“ En svo rifjast upp aðdragandi gossins í mars. „Þá dró úr öllum þessum merkjum. Það dró úr skjálftavirkni. Það dró úr þessum færslum. Og það varð allt einhvern veginn miklu hægara og maður hélt að nú myndi ekkert meira gerast. Við vitum það líka að aðdragandinn getur verið mjög lúmskur og við þurfum að vera á tánum með það og fylgjast vel með,“ segir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má rifja upp Kröfluelda:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59 Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 30. desember 2021 19:59
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. 28. desember 2021 22:08
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00