Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 12:07 Nevermind kom út árið 1991. Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna. Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC. Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt. Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34 Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna. Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC. Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt. Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34 Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34
Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“