Sonni afar ósáttur við Jerv: „Það fáránlegasta sem ég hef lent í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 11:30 Sonni Ragnar Nattestad lék síðast með Dundalk á Írlandi. getty/Ben McShane Færeyski fótboltamaðurinn Sonni Ragnar Nattested er afar ósáttur með vinnubrögð norska úrvalsdeildarliðsins Jerv sem rifti samningi sínum við hann, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við það. Hann segir þetta það fáránlegasta sem hann hafi lent í. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Norski boltinn Noregur Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira