Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 07:42 Elizabeth Holmes yfirgefur dómshúsið í San Jose í gærkvöldi. AP Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök, en á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Holmes var ekki færð í gæsluvarðhald eftir sakfellinguna, en enn á eftir að greina frá hvenær tilkynnt verður um refsingu. Sýknuð af fjórum ákæruliðum Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðu varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök, en á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Holmes var ekki færð í gæsluvarðhald eftir sakfellinguna, en enn á eftir að greina frá hvenær tilkynnt verður um refsingu. Sýknuð af fjórum ákæruliðum Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðu varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46