Innlent

Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu við Suðurlandsveg

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunamiðstöðin á Selfossi
Björgunamiðstöðin á Selfossi Vísir/Vilhelm

Suðurlandsvegi var lokað undir Ingólfsfjalli tímabundið nú í kvöld eftir að bíll með fjóra innanborðs valt út af veginum. Enginn er talinn alvarlega slasaður eftir veltuna.

Þetta staðfestir Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkvistjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtal við fréttastofu.

Þegar viðbragðsaðila bar að garði höfðu tvö þeirra sem voru í bílnum komið sér út af sjálfsdáðum. Í fyrstu var talið að hin tvö væru föst í bílnum og klippa þyrfti þau út. Svo reyndist ekki vera og gátu viðbragðsaðilar aðstoðað fólkið út úr bílnum.

Lárus segir engan hafa slasast alvarlega en öll fjögur hafi þó verið flutt á Selfoss til aðhlynningar. 

Byrjað var að hleypa umferð aftur um Suðurlandsveg þegar fréttastofa náði tali af Lárusi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.