Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 19:12 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira