Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. janúar 2022 00:28 Vaktmaður hjá slökkviliðinu segir ástandið skelfilegt. Sírenuvæl hefur borist víða um borgina í kvöld og nótt. „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. „Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka. Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
„Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka.
Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira