Fótbolti

Elías Rafn hjá Midtjylland til 2026

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Elías Rafn eftir sigurleik
Elías Rafn eftir sigurleik

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, hefur skrifað undir samning við liðið til ársins 2026.

Elías Rafn, sem fyrr á árinu tryggði sér sæti í byrjunarliði Midtjylland sem og í íslenska landsliðinu, hefur átt virkilega gott ár. Forráðamenn liðsins hafa í því ljósi ákveðið að semja við Elías til lengri tíma þó svo að hann hafi þurft að verma tréverkið í síðustu leikjunum fyrir vetrarhlé.

Elías Rafn hefur spilað þrettán leiki fyrir Midtjylland á leiktíðinni og hefur hann haldið hreinu í sex þeirra. Þessi tíðindi koma beint í kjölfarið á því að enska úrvalsdeildarliðið Brentford hefur nælt sér í hinn markvörðinn hjá Midtjylland, Jonas Lössl, á láni en Brentford hefur verið í vandræðum undanfarna mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.