Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2021 14:08 Inga Sæland ákvað að taka ekki þátt í Kryddsíldinni í ár. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis. Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis.
Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira