Innlent

Tryggðu þér á­skrift fyrir Krydd­síldina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Snorri, Edda og Erla Björg fá til sín forystufólk í stjórnmálaflokkunum þar sem árið verður gert upp.
Snorri, Edda og Erla Björg fá til sín forystufólk í stjórnmálaflokkunum þar sem árið verður gert upp. Vísir

Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni að venju. Þátturinn hefst klukkan 14 en Edda Andrésdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir og Snorri Másson leiða Kryddsíldina eftir þetta viðburðaríka ár. 

Forystumenn flokka á þingi gera upp árið eins og þeir hafa gert á gamlársdag á Stöð 2 í yfir þrjátíu ár. Tekist verður á um stóru málin á árinu, Unnsteinn og Hermigervill frumflytja glænýtt lag og val fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á manni ársins verður kynnt.

Hægt er að hlusta á Kryddsíldina á Bylgjunni hér að neðan.

Enn er hægt að tryggja sér áskrift en það má gera hér.

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, segir að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa Kryddsíldina í dagskrá fyrir áskrifendur þetta árið, eins og aðra fréttatíma Stöðvar 2.

 „Okkur finnst ósanngjarnt gagnvart þeim að opna staka dagskrárliði fyrir þá sem ekki vilja vera áskrifendur...nema stundum,“ segir Þórhallur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×