Slökkviliðið biður fólk um að hætta að kveikja í ruslagámum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 07:31 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu. Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48