Innlent

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landsmenn skjóta upp flugeldum þessi áramót sem þau fyrru. 2021 kvatt og fram undan nýtt 365 daga ár.
Landsmenn skjóta upp flugeldum þessi áramót sem þau fyrru. 2021 kvatt og fram undan nýtt 365 daga ár. Vísir/Vilhelm

Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2022 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta.

Árið sem nú er á enda hefur verið viðburðarríkt. Heimsfaraldurinn sem vonir stóðu til að lyki spilaði stóran þátt á árinu, gengið var til Alþingiskosninga þar sem talning fór út um þúfur, eldgos í Geldingadölum vakti heimsathygli og metoo-bylgja gekk yfir.

Við vonum að bjartir tímar bíði okkar allra á nýju ári og þökkum ykkur lesendum öllum kærlega fyrir samfylgdina á liðnum árum.

Undanfarnar vikur hefur Vísir gert upp árið í annálsformi. Alla annálana má sjá hér.

Um leið og við þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða heitum við því að færa ykkur áfram traustar fréttir af öllu milli himins og jarðar.

Jafnframt minnum við á að lesendur geta sett sig í samband við einstaka fréttamenn með því að smella á nafn þeirra við greinar.

Þá er hægt að senda tölvupóst á ritstjórnina á netfanginu ritstjorn@visir.is eða hafa samband í síma 512-5200.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.