Hefði ekki hætt nema vegna þess að tapið var gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 11:30 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson kveðst ánægður með að lið undir stjórn Lars Lagerbäck skyldi reynast banabiti hans sem þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Hann segir að tap gegn Íslandi hafi verið of slæmt til að enska þjóðin gæti unað honum að halda áfram í starfi. „Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
„Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira