Hefði ekki hætt nema vegna þess að tapið var gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 11:30 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson kveðst ánægður með að lið undir stjórn Lars Lagerbäck skyldi reynast banabiti hans sem þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Hann segir að tap gegn Íslandi hafi verið of slæmt til að enska þjóðin gæti unað honum að halda áfram í starfi. „Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
„Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu