Fótbolti

Hodgson segir upp eftir tapið gegn Íslandi: „Ekki komnir jafn langt og við héldum"

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hodgson er farinn.
Hodgson er farinn. vísir/getty
Roy Hodgson er hættur sem landsliðsþjálfari Englands en það staðfesti hann á blaðamannafundi á Stade De Nice eftir tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í kvöld.

„Ég vil ekki segja neitt sem er illa ígrundað og mun því lesa yfirlýsingu,“ sagði Hogdson eftir að hann fékk sér sæti.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við erum ekki komnir jafn langt og ég hélt að við gætum og það er óásættanlegt.“

„Ég er stoltur af mínu starfsliði. Okkur tókst að lækka meðalaldur liðsins. Það var áður í kringum 30 ár en England á nú yngsta lið mótsins.“

„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við starfi landsliðsþjálfara.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×