Færeyska stjórnin heldur velli eftir lygilega atburðarás Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 08:52 Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja. Epa. Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi stjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Mikil óvissa ríkti um framtíð færeysku landsstjórnarinnar eftir að Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Greint var frá því fyrir jól að Miðflokkurinn með Jenis av Rana, mennta- og menningarmálaráðherra og formann flokksins í broddi fylkingar hafi hótað að sprengja ríkisstjórnina ef málið næði fram að ganga. Tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með umræddum lagafrumvörpum sem voru lögð fram af minnihlutanum. Sagði Miðflokkurinn að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf væri nær ómögulegt. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum en nú var kosið um hvort jafna ætti réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para. Jenis av Rana gaf til kynna að Miðflokkur hans væri á leið úr stjórnarsamstarfinu. Samkomulag hefur nú náðst milli flokkanna. EPA Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, staðfesti í gær að loknum fundi fulltrúa stjórnarflokkanna að samstarf þeirra myndi halda áfram. Hann tilkynnti jafnframt að Johan Dahl, samflokksmaður hans í Sambandsflokknum, myndi ekki lengur tilheyra landsstjórninni. Johan studdi frumvörp stjórnarandstöðunnar og hafði gefið út að hann gæti ekki starfað með Miðflokknum. Johann mun áfram vera þingmaður Sambandsflokksins. Samþykkt eftir óvenjulegan þingmannakapal Annika Olsen, þingmaður Fólka flokksins, greiddi sömuleiðis atkvæði með frumvörpum stjórnarandstöðunnar. Mikið hefur gengið á í færeyskum stjórnmálum síðustu vikur í tengslum við málið. Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Frumvörpin tvö voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13.
Færeyjar Hinsegin Tengdar fréttir Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07 Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Metfjöldi greindist í Færeyjum Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi. 28. desember 2021 22:07
Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. 21. desember 2021 14:15