Innlent

Heppni Ís­lendinga heldur á­fram

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tveir Íslendingar hafa hreppt stóra vinninginn í Víkingalottó á árinu.
Tveir Íslendingar hafa hreppt stóra vinninginn í Víkingalottó á árinu. Vísir/Vilhelm

Fyrsti vinningur í Víkingalottó fór ekki út að þessu sinni en Íslendingur var með allar tölur réttar í Jókernum og tryggði sér þar með tvær milljónir. Þá skipaði einn sér í annað sæti og hlaut hann hundrað þúsund krónur í sinn hlut.

Norðmaður var með annan vinning og fær hann rúmlega 21 milljónir í sinn hlut. Þá voru þrír Íslendingar sem skiptu með sér hinum al-íslenska vinningi og fengu rúmar sex hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Potturinn stefndi í 440 milljónir króna en hann fór eins og fyrr segir ekki út í þetta skiptið. Það gerði hann hins vegar í síðustu viku þegar ljónheppinn Íslendingur hlaut vinning upp á 439 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Milljónamæringurinn hringdi beint í mömmu sína

Fjölskyldufaðir um þrítugt hringdi beint í mömmu sína þegar hann áttaði sig á því að hann væri 439 milljónum króna ríkari eftir að hafa hreppt vinninginn í Víkingalottó í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×