Innlent

Ís­lendingur vann 439 milljónir í Víkinga­lottó

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Íslendingurinn á von á skemmtilegu símtali á morgun.
Íslendingurinn á von á skemmtilegu símtali á morgun. Vísir/Vilhelm

Jólin koma snemma hjá sumum í ár en ljónheppinn Íslendingur vann fyrsta vinning í Víkingalottó núna fyrr í kvöld. Vinningurinn hljóðaði upp á 439 milljónir íslenskra króna en hann er með tölurnar sínar í áskrift og á von á skemmtilegu símtali í fyrramálið.

Vinningurinn er næst hæsti vinningur sem komið hefur á einn miða hér á landi en Íslendingur vann rúman milljarð í Víkingalottó fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Annar vinningur gekk einnig út en heppinn Norðmaður hreppti þann vinning. Hann hljóðaði upp á tæpar 22 milljónir króna. 

Þá hlaut annar heppinn Íslendingur hinn al-íslenska þriðja vinning og fékk 4,1 milljón í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.