Innlent

Lokuðu skamm­­tíma­vistun fyrir fötluð börn vegna mann­eklu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mannekla hefur verið vandamál á fjölmörgum stofnunum innan stjórnkerfisins vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
Mannekla hefur verið vandamál á fjölmörgum stofnunum innan stjórnkerfisins vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Vísir/Hanna

Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð.

Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir að staðan sé erfið á nokkrum heimilum sem borgin þjónustar vegna manneklu og gert sé ráð fyrir að næstu daga þurfi að forgangsraða . Þeir skjólstæðingar sem þurfi mesta umönnun og aðhlynningu í heimaþjónustu gangi öðrum framar en sviðið rekur um 70 stofnanir með sólarhringsvistun.

Regína biðlar til sumarstarfsmanna og tímavinnufólks um að skrá sig í sérstaka bakvarðasveit velferðarþjónustu en á velferðarsviði starfa um 3.400 manns á 100 starfsstöðvum. Nú eru 64 starfsmenn sviðsins í einangrun og 77 í sóttkví. Þá hefur einnig verið auglýst eftir nýju starfsfólki í sveitina. 

Í tilkynningu frá velferðarsviði segir að reynt verði að skerða þjónustu sem minnst. Stjórnendur sviðsins leggi áherslu á að halda úti órofinni þjónustu eins og kostur er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×