Leiðrétta misskilning um hágæslurými Landspítalans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 17:21 Landspítalinn segir miskilnings gæta um hágæslurýmin. Þau séu ekki í stöðugri notkun, heldur ráðist nýting þeirra af þjónustuþörf sjúklinga hverju sinni. Vísir/Vilhelm Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau. Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild. Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild.
Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06