Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 14:31 Framkvæmdastjóri Landsbjargar á von á að flugeldasalan í ár verði svipuð og í fyrra. Vísir/Egill Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján. Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján.
Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35