Erlent

Mæla með styttri ein­angrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin ein­­kenni

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Bandaríska sóttvaranstofnunin mælir með að þeir sem hafi fengið þriðja skammt bóluefnis geti sleppt því að fara í sóttkví hafi þeir verið útsettir fyrir smiti.
Bandaríska sóttvaranstofnunin mælir með að þeir sem hafi fengið þriðja skammt bóluefnis geti sleppt því að fara í sóttkví hafi þeir verið útsettir fyrir smiti. AP

Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi.

Sömuleiðis hefur verið ákveðið að stytta sóttkvíartíma fyrir þá sem hafa orðið útsettir fyrir smiti og þeir sem hafa fengið þriðja skammt bóluefnis geta sleppt því að fara í sóttkví en þurfa að bera grímu við öll tækifæri.

Í frétt AP segir að ástæða þessara breytinga er sá mikli fjöldi fólks sem nú greinist með ómíkronafbrigðið sem veldur í flestum tilfellum minni veikindum en fyrri afbrigði veirunnar.

Þá segir stofnunin að nú bendi allt til þess að að fólk sé mest smitandi tvo dagana áður en einkenni koma fram og síðan í þrjá daga eftir að þau hafa komið fram. Síðan dragi mjög úr smithættunni.

Þess ber að geta að stofnunin gefur aðeins út ráðleggingar, en í Bandaríkjunum er það síðan undir hverju ríki fyrir sig komið hvernig reglur eru settar og í sumum tilfellum hafa fyrirtæki sjálfdæmi um hvernig reglur gilda.


Tengdar fréttir

Frakkar herða sótt­varna­reglur

Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar.

Ó­míkron kalli á breytingar á ein­angrun

Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi.

Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf

Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×