Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 22:29 Boris Johnson hlakkar eflaust til áramótanna. Tolga Akmen/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira
Ákvörðunin um að herða ekki takmarkanir gæti komið mörgum spánkst fyrir sjónir en á jóladag var slegið nýtt met í fjölda smitaðra af kórónuveirunni á Englandi. 113.638 fengu þá jákvæða greiningu í jólagjöf. Því hafa vísindamenn gagnrýnt ákvörðunina og segja hana vera „mestu frávik frá vísindalegri ráðgjöf í löggjöf frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar.“ Í frétt The Guardian um málið segir að tilkynningin hafi komið í kjölfar þess að ráðgjafar Johnsons hafi tjáð honum að aukið álag á heilbrigðiskerfið skýrðist ekki af fjölda innlagna. Ástæða þess væri mannekla vegna dreifingar veirunnar meðal starfsfólks. Spálíkan eitt gerir ráð fyrir því að allt að 40 prósent heilbrigðisstarfsfólks í Lundúnum verði frá vegna veikinda. Þá er búist við því að ríkisstjórn Englands muni frekar leggja áherslu á bólusetningu þjóðarinnar en takmarkanir, þar á meðal veitingu örvunarskammts. Athygli vekur að ensk stjórnvöld eru þau einu innan Bretlands sem ekki ætla að herða takmarkanir fyrir áramót. Í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi hafa verið settar á fjöldatakmarkanir. Heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hvetur fólk til að halda uppi persónulegum sóttvörnum. „Við munum ekki aðhafast frekar. Auðvitað ætti fólk að fara varlega í aðdraganda áramóta og taka hraðpróf ef þarf, fagna úti ef hægt og hafa góða loftræstingu innandyra ef það er mögulegt,“ segir hann.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Sjá meira