Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 12:08 Arnar Þór Jónsson er lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira