Innlent

Skjálfti að stærð 3,5: Skjálfta­hrinan heldur á­fram

Árni Sæberg skrifar
Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík.
Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík. Vísir/Vilhelm

Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5.  

Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík á þriggja kílómetra dýpi.

Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, einn upp á 2,7, einn upp á tvo og þrír upp á 1,5.

Þetta segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands en lokaniðurstaða um stærð liggur aðeins fyrir um stærsta skjálftann.

Fréttastofu hafa ekki borist neinar ábendingar fólks sem fann fyrir skjálftanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×