Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 12:50 Stúlkan var að máta kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt á næsta ári þegar hún varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns. AP/Richard Vogel Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira