Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Atli Ísleifsson skrifar 26. desember 2021 05:26 Skjálftinn klukkan 5:11 var mun nærri höfuðborgarsvæðinu en skjálftar síðuru sólarhringa. Veðurstofan Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu við skjálftann í morgun og segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu að upptök skjálftanna hafi verið mun nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftar síðustu dagar sem hafa verið talsvert nærri eldstöðvunum í Fagradalsfjalli. „Þessir voru um tíu kílómetra norðaustur af eldstöðvunum. Ekki langt frá Kleifarvatni.“ Í færstu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftarnir hafi verið í Trölladyngju, um fjóra kílómetra vestur af Kleifarvatni og að hann hafi fundist vel á höfuðborgarsvæðinu. Elísabet segir að um sé að ræða svokallaða gikkskjálfta. „VIð höfum verið að sjá þessa gikkskjálfta bæði við Grindavík og við Kleifarvatn. Í gær morgun var einn á svipuðum slóðum, en þessir gikkskjálftar eru út af spennu sem hefur veirð að aukast við Fagradalsfjall vegna kvikusöfnunumar. Þá eykst þrýstingur á svæðinu og þá getur losað um þrýsting talsvert frá. Við sáum talsvert af þessu líka í vor.“ Á jóladag mældust rúmlega þrjú þúsund jarðskjálftar við Fagradalsfjall, sá stærsti 4,2 að stærð klukkan 07:26. Frá því að hrinan hófst hafa um 15 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri að stærð. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. 25. desember 2021 20:44 Skjálftahviða á gosstöðvunum Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar. 25. desember 2021 16:47 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu við skjálftann í morgun og segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu að upptök skjálftanna hafi verið mun nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftar síðustu dagar sem hafa verið talsvert nærri eldstöðvunum í Fagradalsfjalli. „Þessir voru um tíu kílómetra norðaustur af eldstöðvunum. Ekki langt frá Kleifarvatni.“ Í færstu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftarnir hafi verið í Trölladyngju, um fjóra kílómetra vestur af Kleifarvatni og að hann hafi fundist vel á höfuðborgarsvæðinu. Elísabet segir að um sé að ræða svokallaða gikkskjálfta. „VIð höfum verið að sjá þessa gikkskjálfta bæði við Grindavík og við Kleifarvatn. Í gær morgun var einn á svipuðum slóðum, en þessir gikkskjálftar eru út af spennu sem hefur veirð að aukast við Fagradalsfjall vegna kvikusöfnunumar. Þá eykst þrýstingur á svæðinu og þá getur losað um þrýsting talsvert frá. Við sáum talsvert af þessu líka í vor.“ Á jóladag mældust rúmlega þrjú þúsund jarðskjálftar við Fagradalsfjall, sá stærsti 4,2 að stærð klukkan 07:26. Frá því að hrinan hófst hafa um 15 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri að stærð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. 25. desember 2021 20:44 Skjálftahviða á gosstöðvunum Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar. 25. desember 2021 16:47 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst óbreytt Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. 25. desember 2021 20:44
Skjálftahviða á gosstöðvunum Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar. 25. desember 2021 16:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent