Enski boltinn

Gerrard greindist með veiruna og missir af tveimur leikjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steven Gerrard neyðist til að fylgjast með næstu tveim leikjum Aston Villa úr sófanum.
Steven Gerrard neyðist til að fylgjast með næstu tveim leikjum Aston Villa úr sófanum. EPA-EFE/PETER POWELL

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, verður ekki á hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum liðsins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Gerrard verður ekki viðstaddur þegar liðið tekur á móti Chelsea í dag annars vegar, og hins vegar þegar liðið heimsækir Leeds á þriðjudaginn.

Þetta er í annað skipti á tímanilinu sem Gerrard missir af leikjum vegna kórónuveirunnar, en fyrr á árinu þurfti hann að fylgjast með tveimur leikjum Rangers úr sófanum.

Leik Aston Villa gegn Burnley í seinustu umferð var frestað vegna hópsmits innan herbúða Villa, en nú hefur þremur leikjum sem áttu að fara fram í dag verið frestað vegna veirunnar. Hins vegar eru enn sex leikir á dagskrá, þar á meðal leikur Aston Villa og Chelsea.

Gerrard tók við Aston Villa í nóvember af Dean Smith eftir að liðið hafði tapað fimm leikjum í röð. Gengi liðsins undir stjórn Gerrard hefur verið betra, en Aston Villa hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum sem hafa verið leiknir undir hans stjórn.

Þeir tveir leikir sem ekki unnust voru gegn efstu tveim liðum deildarinnar, Englandsmeisturum Manchester City og fyrrverandi félagi Gerrard, Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×