Fótbolti

Yusuf Demir leikur ekki meira fyrir Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Yusuf Demir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona.
Yusuf Demir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona. Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images

Austurríski knattspyrnumaðurinn Yusuf Demir hefur spilað sinn seinasta leik fyrir Barcelona, en þessi 18 ára kantmaður er á láni frá Rapid Vín í heimalandinu og hefur aðeins komið við sögu í níu leikjum fyrir Börsunga.

Barcelona vill rifta samningi sínum við Demir sökum þess að Ferran Torres er á leið til liðsins frá Manchester City í janúar.

Líkt og áður segir hefur Demir leikið níu leiki fyrir Barcelona, en samkvæmt ákvæði í lánssamningi hans neyðist liðið til að kaupa hann fyrir tíu milljónir evra ef hann spilar einn leik í viðbót fyrir félagið.

Sökum fjárhagsstöðu Barcelona hafa forráðamenn Barcelonaákveðið að Demir sé ekki það sem hægt væri að kalla nauðsynleg útgjöld. Þá eru ýmsir heimildamenn sem segja frá því að Barcelona sé að skipuleggja allsherjar hreinsun innan félagsins og að Demir sé einn af fimm leikmönnum sem muni yfirgefa félafið í janúar.

Samuel Umtiti, Coutinho, Sergino Dest og Luuk de Jong eru hinir fjórir á listanum yfir þá leikmenn sem munu að öllum líkindum þurfa að finna sér nýtt félag í janúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.