Fótbolti

Heimir orðaður við Mjällby

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir Hallgrímsson gæti verið á leið til Svíþjóðar.
Heimir Hallgrímsson gæti verið á leið til Svíþjóðar. VÍSIR/VILHELM

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, er sem stendur án starfs eftir að hafa stýrt Al Arabi í Katar frá 2018 til 2021. Hann gæti þó verið á leið til Svíþjóðar til að taka við Mjällby.

Mjällby endaði í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Anders Torstensson stýrði liðinu í síðustu leikjunum eftir að Christian Järdler var látinn taka poka sinn. Félagið er nú án þjálfara og ku horfa girndaraugum á hinn 54 ára gamla Heimi.

Frá þessu er greint á vef 433 en miðillinn segist hafa öruggar heimildir fyrir því að forráðamenn Mjällby vilji fá Eyjamanninn til að stýra liði sínu. Einnig herma heimildir 433 að önnur lið á Norðurlöndunum séu spennt fyrir því að ráða Heimi.

Mjällby hefur á á undanförnum árum verið mikið Íslendingalið. Óttar Magnús Karlsson, Gísli Eyjólfsson og Guðmann Þórisson hafa allir leikið með liðinu. Þá stýrði Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, liðinu frá 2018 til 2019.

Heimir hefur verið án starfs síðan hann ákvað að framlengja ekki við Al Arabi síðasta sumar. Nú gæti verið sem hans næsta verkefni verði í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×