Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 12:06 Tvær sviðsmyndir eru í stöðunni, annað hvort nær kvikan upp á yfirborðið og framkallar eldgos eða skjálftavirknin fjarar út og kvikan stoppar á nokkurra kílómetra dýpi. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira