Innlent

Gengur upp og niður með um klukku­tíma löngum þyrpingum

Atli Ísleifsson skrifar
Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er sögð merki um að kvikan sé færast til í jarðskorpunni eftir kvikuganginum sem myndaðist í aðdraganda gossins í vor.
Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er sögð merki um að kvikan sé færast til í jarðskorpunni eftir kvikuganginum sem myndaðist í aðdraganda gossins í vor. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birtist klukkan tíu. Þar segir að um eftirmiðdag í gær hafi dregið lítillega úr virkninni við Fagradalsfjall, en um klukkan 22:30 hafi hún aukist á ný með hviðu af aukinni skjálftavirkni sem hafi verið túlkuð sem kvikuhlaup. Stærsti skjálfti næturinnar varð um klukkan fimm í morgun og mældist hann 4,0.

„Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er merki um að kvikan sé færast til í jarðskorpunni eftir kvikuganginum sem myndaðist í aðdraganda gossins í vor.

Jarðskjálftavirknin hefur gengið upp og niður með u.þ.b klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Skjálftavirknin er á svæðinu frá Nátthagakrika að Litla-Hrúti, en flestir skjálftarnir eru staðsettir nærri eldstöðvunum við Fagradalsfjalli á um 5-8km dýpi.

Áfram verður fylgst náið með virkninni en búast má við að hún haldi áfram að vera lotubundin með hviðum sambærilegum þeim og sést hafa síðasta sólarhringinn. Út frá þeim gögnum og mælingum sem liggja fyrir núna eru vísindamenn sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika geti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. Ef horft til virkninnar við upphaf goss í mars er mögulegt að kvika komist upp á yfirborð án þess að slíkt sjáist á mælitækjum heldur mögulega eingöngu á vefmyndavélum.“


Tengdar fréttir

Þrjár myndarlegar hviður af skjálftum í nótt

„Virknin hefur gengið svolítið upp og niður,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt. „Það hafa komið svona þrjár myndarlegar hviður af jarðskjálftum í nótt en inn á milli róast.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×