Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. desember 2021 10:25 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. vísir/egill Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08
Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33