Innlent

Enn hafa ekki verið teknar skýrslur af þeim sem slösuðust undir Hafnar­fjalli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Langar bílaraðir mynduðust undir Hafnarfjalli.
Langar bílaraðir mynduðust undir Hafnarfjalli. Gestur

Enn hafa skýrslur ekki verið teknar af þeim sem slösuðust í bílslysi undir Hafnarfjalli síðdegis á föstudag. Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Vesturlandi og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 

Tveir slösuðust í slysinu og þar af einn alvarlega, en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítalann í Fossvogi. 

Vegurinn undir Hafnarfjalli var lokaður í nokkra klukkutíma eftir slysið og urðu miklar umferðartafir. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hafa nokkur vitni gefið skýrslu um slysið en einhver tími gæti liðið þar til hægt verður að taka skýrslu af þeim sem slösuðust. 

Lögreglan sagðist ekki geta veitt upplýsingar um líðan fólksins að svo stöddu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×