Innlent

Bó slaufar sínum Litlu jólum

Jakob Bjarnar skrifar
Bó sér sig knúinn, vegna nýrra samkomutakmarkana, að slá litlu jól sín í Bæjarbíói af.
Bó sér sig knúinn, vegna nýrra samkomutakmarkana, að slá litlu jól sín í Bæjarbíói af. Peter Fjeldsted

Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af.

„Kæru vinir það hryggir okkur að tilkynna sökum samkomutakmarkana, Covid ástands og öllum þeim kvöðum sem þessu fylgir verður Litlu jólum Björgvins í Bæjarbíói á Þorláksmessu frestað fram á næsta ár,“ segir Bó í tilkynningu á Facebook.

Hann segir jafnframt að miðar verði endurgreiddir ef þess er óskað.

„En þeir sem vilja halda í miðana sína er þeim það frjálst. Þetta verður bara svo flókið að bera fram mat og veitingar eins og við höfum alltaf gert með glæsibrag frá Kjötkompaní. Það hefur alltaf verið vinsælt á tónleikunum en nú verður það varla hægt með góðu móti og sómi sé af.“

Bó sendir þá hátíðarkveðju til aðdáenda sinna: „Góðar stundir og gleðileg jól og áramót. Sjáumst að ári kæru vinir.“


Tengdar fréttir

Reglurnar taka gildi á miðnætti annað kvöld

Hertar aðgerðir innanlands taka gildi á miðnætti annað kvöld, þ.e. á Þorláksmessu. Þetta staðfestir Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×