Innlent

Tuttugu og sex karlar og þrjár konur tekin fyrir akstur undir áhrifum um helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan nappaði 29 ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna.
Lögreglan nappaði 29 ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið úti auknu eftirliti með ökumönnum á aðventunni og þá sérstaklega um helgina þegar svokallað Twitter-maraþon lögreglunnar fór fram. 

Maraþonið fór fram á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags og greindi lögreglan meðal annars frá nokkrum umferðarslysum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun og einn ölvaður bakkaði meira að segja á lögreglubíl. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að tuttugu þeirra sem voru teknir fyrir akstur undir áhrifum voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Garðabæ og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði. 

Þetta voru 26 karlmenn á aldrinum 21 til 65 ára og þrjár konur, 19 til 24 ára. 


Tengdar fréttir

Verk­efni lög­reglu fjöl­breytt á Twitter-mara­þon kvöldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti almenningi innsýn í störf sín á Twitter í nótt, þar sem hún tísti um hvert verkefni og tilkynningu sem henni barst. Talsvert var um að vera og voru verkefnin samtals 73. Töluvert var um ölvun og ofbeldi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×