Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 14:15 Bardur á Steig Nielsen lögmaður Færeyja. Epa. Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól. Færeyjar Hinsegin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól.
Færeyjar Hinsegin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira