Fótbolti

Glódís og Karólína fengu Blikabanana og Sveindís gæti mætt Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir stangar boltann í leik með Bayern München.
Glódís Perla Viggósdóttir stangar boltann í leik með Bayern München. EPA/Adam Ihse

Þrjú Íslendingalið voru í skálinni þegar dregið var í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta í dag.

Bayern München, lið þeirra Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, á ærið verkefni fyrir höndum gegn franska liðinu Paris Saint-Germain, sem slátraði andstæðingum sínum í riðlakeppninni, þar á meðal Breiðabliki.

Sveindís Jane Jónsdóttir verðu væntanlega skráð inn í leikmannahóp Wolfsburg áður en að liðið mætir Arsenal, en 8-liða úrslitin fara fram undir lok mars.

  • Átta liða úrslitin
  • Bayern München – Paris Saint-Germain
  • Juventus – Lyon
  • Arsenal – Wolfsburg
  • Real Madrid – Barcelona

Sara Björk Gunnarsdóttir verður hins vegar væntanlega ekki orðin klár í slaginn með Lyon þegar liðið mætir Juventus, end fæddi hún sitt fyrsta barn í síðasta mánuði.

Fjórða viðureignin er svo „El Clásico“ þar sem spænsku liðin Real Madrid og Barcelona mætast. Eina reglan varðandi dráttinn í dag var að lið úr sama riðli gátu ekki dregist saman. Lið frá sama landi máttu hins vegar mætast, eins og raunin varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×