Enski boltinn

Kane: Bjóst ekki við að fá gult spjald

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kane fagnar marki sínu.
Kane fagnar marki sínu. vísir/Getty

Harry Kane var umtalaður fyrir margra hluta sakir eftir 2-2 jafntefli Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kane tókst loks að skora mark á heimavelli þegar hann kom Tottenham í forystu snemma leiks en í kjölfarið fylgdu marktækifæri sem liðsfélagar hans nýttu ótrúlega illa.

„Það var frábært að spila þennan leik og ég er viss um það hafi líka verið gaman að horfa. Bæði lið fengu mörg færi. Við fengum opin færi sem við verðum að nýta betur. Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði,“ sagði Kane sem sjálfur fékk fleiri góð færi til að skora.

„Við fáum tvö dauðafæri í stöðunni 1-0. Ef við hefðum klárað þau bæði þá hefði þetta verið komið. Þegar maður er að spila á móti toppliði verður maður að nýta þessi færi. Við fengum nóg af færum til að vinna leikinn og þetta var frábær frammistaða.“

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var æfur yfir frammistöðu dómara leiksins, Paul Tierney. Vildi Klopp meðal annars meina að Kane hefði átt að fá brottvísun fyrir tæklingu á Andy Robertson í fyrri hálfleik.

„Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane í leikslok.

„Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy (Robertson) sagði við mig á vellinum: „þú rétt snertir á mér fótinn.“ Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×