Innlent

Viðkvæmur hópur bólusettur á þriðjudag og aðrir beðnir um að koma annan dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bólusetningaátakið heldur áfram út desember og á nýju ári.
Bólusetningaátakið heldur áfram út desember og á nýju ári. Getty

Þriðjudaginn 21. desember stendur til að bólusetja viðkvæman hóp í Laugardalshöll og er fólk beðið um að koma frekar aðra daga í bólusetningu ef það mögulega getur.

Bólusett verður í Höllinni á morgun á milli klukkan 10 og 15 og á sama tíma á miðvikudag. Engar bólusetningar verða á Þorláksmessu né aðfangadag.

Milli jóla og nýárs verður bólusett alla virka daga milli klukkan 10 og 15 nema á gamlársdag.

Allir óbólusettir, hálfbólusettir og þeir sem eru komir á tíma með örvunarskammt eru velkomnir og verða bóluefnin frá Pfizer, Moderna og Janssen á boðstólum alla daga.

Í janúar verður haldið áfram að boða þá í örvunarbólusetningu sem eru komnir á tíma.

Hér má finna allar upplýsingar um bólusetningar í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×