Fótbolti

Þriðja tap Atletico í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Atletico Madrid er að heltast úr lestinni í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni.

Í kvöld heimsóttu lærisveinar Diego Simeone, Sevilla í toppbaráttuslag en bæði lið hafa verið í slagtogi með Real Madrid á meðal efstu liða deildarinnar það sem af er tímabili.

Ivan Rakitic kom Sevilla í forystu snemma leiks en eftir hálftíma leik skoraði brasilíski varnarmaðurinn Felipe og jafnaði metin fyrir Atletico Madrid.

Staðan var jöfn allt þar til á 88.mínútu þegar Lucas Ocampos skoraði fyrir Sevilla og tryggði þeim þar með stigin þrjú.

Atletico hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð og er komið niður í 5.sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Sevilla í öðru sæti, fimm stigum á eftir Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×