Erfiðara að sitja í einangrun en að setja sig inn í fjárlögin Óttar Kolbeinsson Proppé og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. desember 2021 20:35 Varaþingmennirnir hafa helgina til að setja sig inn í mál málanna, fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir Varaþingmenn Viðreisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjárlagafrumvarpið um helgina til að geta tekið þátt í umræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með kórónuveiruna. Það er einstakt í sögunni að svo stór þingflokkur sé alfarið skipaður varamönnum vegna veikinda. „Já þetta var vissulega mjög óvænt. Ég frétti af þessu bara í morgun. Og auðvitað hugsar maður fyrst og fremst til þeirra sem smituðust en þetta er bara mikill heiður að fá að fara inn í þetta hús hérna á mánudaginn,“ segir varaþingmaðurinn Thomas Möller. Hann var ekki alveg búinn að græja það sem hann þarf að klára fyrir jólin en honum gefst eflaust lítill tími til þess í næstu viku. „En það var gerður skurkur í dag í jólainnkaupum og rauðkálið var skorið niður áðan. Þannig þetta er allt að koma.“ Rætt var við Thomas og Elínu Önnu Gísladóttur, varaþingmenn Viðreisnar í Kvöldfréttum í kvöld: Bagaleg staða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sjálfur í sóttkví ásamt öllum sínum þingflokki eftir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður flokksins, greindist með veiruna. Hann segir það bagalegt að svo margir þinmenn séu úr leik við umræðu um fjárlögin. „Það er auðvitað bagalegt þegar kannski mikilvægustu lög landsins eru til umræðu og við búin að setja okkur mikið inn í þau að þurfa að kalla algerlega nýtt fólk að borðinu í svo miklum mæli eins og til dæmis Viðreisn þarf að gera,“ segir Logi. Þrátt fyrir það telja varaþingmennirnir sig tilbúna til að takast á við áskorunina. „Við erum bara tilbúin í slaginn og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór áskorun auðvitað en við erum tilbúin,“ segir Elín Anna. Nú reynir á varaþingmenn stjórnarandstöðunnar. Elín Anna er tilbúin í slaginn.Viðreisn Það eru ekki bara þingmenn Viðreisnar sem eru smitaðir heldur líka starfsfólk þingflokksins. „Og hugur okkar er náttúrulega bara hjá starfsfólkinu og þingmönnunum sem eru veikir og við vonum að þau veikist ekki illa. Og almennt bara allir landsmenn – það er fullt af fólki í einangrun, það er erfitt, það er jólatíð núna og fólk vill vera með fjölskyldunni sinni. Þannig að þó að við fáum stórt verkefni að glíma við þá held ég að það sé erfiðara að sitja heima í einangrun núna,“ segir Elín Anna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Já þetta var vissulega mjög óvænt. Ég frétti af þessu bara í morgun. Og auðvitað hugsar maður fyrst og fremst til þeirra sem smituðust en þetta er bara mikill heiður að fá að fara inn í þetta hús hérna á mánudaginn,“ segir varaþingmaðurinn Thomas Möller. Hann var ekki alveg búinn að græja það sem hann þarf að klára fyrir jólin en honum gefst eflaust lítill tími til þess í næstu viku. „En það var gerður skurkur í dag í jólainnkaupum og rauðkálið var skorið niður áðan. Þannig þetta er allt að koma.“ Rætt var við Thomas og Elínu Önnu Gísladóttur, varaþingmenn Viðreisnar í Kvöldfréttum í kvöld: Bagaleg staða Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sjálfur í sóttkví ásamt öllum sínum þingflokki eftir að Oddný G. Harðardóttir, þingmaður flokksins, greindist með veiruna. Hann segir það bagalegt að svo margir þinmenn séu úr leik við umræðu um fjárlögin. „Það er auðvitað bagalegt þegar kannski mikilvægustu lög landsins eru til umræðu og við búin að setja okkur mikið inn í þau að þurfa að kalla algerlega nýtt fólk að borðinu í svo miklum mæli eins og til dæmis Viðreisn þarf að gera,“ segir Logi. Þrátt fyrir það telja varaþingmennirnir sig tilbúna til að takast á við áskorunina. „Við erum bara tilbúin í slaginn og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Þetta er stór áskorun auðvitað en við erum tilbúin,“ segir Elín Anna. Nú reynir á varaþingmenn stjórnarandstöðunnar. Elín Anna er tilbúin í slaginn.Viðreisn Það eru ekki bara þingmenn Viðreisnar sem eru smitaðir heldur líka starfsfólk þingflokksins. „Og hugur okkar er náttúrulega bara hjá starfsfólkinu og þingmönnunum sem eru veikir og við vonum að þau veikist ekki illa. Og almennt bara allir landsmenn – það er fullt af fólki í einangrun, það er erfitt, það er jólatíð núna og fólk vill vera með fjölskyldunni sinni. Þannig að þó að við fáum stórt verkefni að glíma við þá held ég að það sé erfiðara að sitja heima í einangrun núna,“ segir Elín Anna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Öll saman í litlu herbergi og ekki hægt að komast hjá því að smitast Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er annar þingmaður flokksins sem greinist með kórónuveiruna. Hann er slappur en nokkuð brattur þrátt fyrir það og er kominn í einangrun austur fyrir fjall, þar sem hann verður einn yfir jólin. 18. desember 2021 10:08